Fara í efni

VW Phaeton kemur á markað í dag í Þýskalandi

Phaeton, nýjasta afurð Volkswagen, kemur á markað í Þýskalandi í dag. Phaeton er fyrsti bíllinn sem Volkswagen framleiðir í lúxusbílaflokki og mun hann keppa við stærstu gerðir af Bens, BMW og Audi. Til að byrja með verður Phaeton í boði með 2 bensínvélum en í haust verður hann fáanlegur með dísilvél. Phaeton verður í boði framhjóladrifinn og með 4Motion aldrifi. Phaeton, nýjasta afurð Volkswagen, kemur á markað í Þýskalandi í dag. Phaeton er fyrsti bíllinn sem Volkswagen framleiðir í lúxusbílaflokki og mun hann keppa við stærstu gerðir af Bens, BMW og Audi. Til að byrja með verður Phaeton í boði með 2 bensínvélum en í haust verður hann fáanlegur með dísilvél. Phaeton verður í boði framhjóladrifinn og með 4Motion aldrifi. Phaeton, nýjasta afurð Volkswagen, kemur á markað í Þýskalandi í dag. Phaeton er fyrsti bíllinn sem Volkswagen framleiðir í lúxusbílaflokki og mun hann keppa við stærstu gerðir af Bens, BMW og Audi. Til að byrja með verður Phaeton í boði með 2 bensínvélum en í haust verður hann fáanlegur með dísilvél. Phaeton verður í boði framhjóladrifinn og með 4Motion aldrifi. Phaeton W12, 420 hestöfl, 4Motion:

Stærsta gerð Phaeton verður með 6 lítra, W12 bensínvél sem skilar um 420 hestöflum. Bíllinn verður með 4Motion aldrifi sem staðalbúnað og 5 gíra sjálfskiptingu. Vélin togar mest 550 Nm. við 3,000 sn./mín. Hámarkshraði bílsins er takmarkaður við 250 km./klst.

Phaeton V6, 241 hestafl:

Phaeton verður í boði með nýrri 3,2 lítra V6 bensínvél sem skilar 241 hestafli. Vélin togar mest 315 Nm. strax við við 2,400 Sn./mín. Með því að stýra loftinntaki inn á vélina er hægt að ná hámarkstogi strax við 2,400 sn./mín. og halda því stöðugu upp snúningskúrvuna. Þetta er gert með því að stýra opnunartíma á sog- og afgasventlum, sem er síbreytilegur eftir snúningi vélarinnar. V6 Phaeton verður í boði með 6 gíra handskiptum gírkassa og 5 gíra sjálfskiptingu. Hámarkshraði er 245 km./klst. á beinskipta bílnum og
242 km./klst. á sjálfskipta bílnum.

Phaeton V10 TDI, 313 hestöfl:

Phaeton verður í haust í boði með V10 dísilvél með 2 túrbínum. Sú vél skilar um 313 hestöflum og togar mest 750 Nm. við 2,000 sn./mín. Dísilbíllinn verður í boði með 4Motion aldrifi og 6 gíra sjálfskiptingu. Hámarkshraðinn er takmarkaður við 250 km./klst.

Volkswagen hefur lagt mikið upp úr öryggi og þægindi við hönnun á Phaeton. Bíllinn kemur á loftpúðafjöðrun, stöðugleikastýringu og ABS bremsum með hjálparafli. Yfirbyggingin er að hluta til gerð úr áli til að gera bílinn léttari en til að uppfylla allar öryggiskröfur nútímans var bíllinn prófaður miðað við hámarkshraða upp á 300 km./klst. Bíllinn er búinn 8 loftpúðum fyrir ökumann og farþega.

Öll helstu þægindi eru í boði eins og t.d. loftkæling, stillanleg fyrir alla farþega, aksturstölva með leiðarkerfi, farsími, sjónvarp, tengingar fyrir tölvur og margt fleira.

Volkswagen hefur ekki eingöngu sett á markað glæsivagn, heldur hafa þeir sett nýjan staðal fyrir aukna þjónustu við viðskiptavininn. Allir, sem kaupa Phaeton munu fá fyrsta flokks þjónustu. Í nýbyggðri verksmiðju í Dresden í Þýskalandi hefur Volkswagen opnað sérstakt þjónustunet, Technik Service Center (TSC), sem aðstoða mun þjónustuaðila um úrlausn mála sem upp kunna að koma.