Fara í efni

VW kynnir Golf R32

Á alþjóðlegri bílasýningu, sem nú stendur yfir í Madrid á Spáni, kynna Volkswagen verksmiðjurnar nýja útgáfu af Volkswagen Golf. Bíllinn hefur hlotið nafnið Golf R32 og vísar nafnið til vélarstærðar bílsins en hún er V6, 3,2 lítra. Golf R32 er kraftmesti Golf sem framleiddur hefur verið hingað til og mælist hann 6,4 sekúndur í 100 km/klst. Á alþjóðlegri bílasýningu, sem nú stendur yfir í Madrid á Spáni, kynna Volkswagen verksmiðjurnar nýja útgáfu af Volkswagen Golf. Bíllinn hefur hlotið nafnið Golf R32 og vísar nafnið til vélarstærðar bílsins en hún er V6, 3,2 lítra. Golf R32 er kraftmesti Golf sem framleiddur hefur verið hingað til og mælist hann 6,4 sekúndur í 100 km/klst. Á alþjóðlegri bílasýningu, sem nú stendur yfir í Madrid á Spáni, kynna Volkswagen verksmiðjurnar nýja útgáfu af Volkswagen Golf. Bíllinn hefur hlotið nafnið Golf R32 og vísar nafnið til vélarstærðar bílsins en hún er V6, 3,2 lítra. Golf R32 er kraftmesti Golf sem framleiddur hefur verið hingað til og mælist hann 6,4 sekúndur í 100 km/klst. Við fyrstu sýn virðist bíllinn vera nokkuð venjulegur sportlega útbúinn Golf, sem settur hefur verið á álfelgur og bætt á spoilerum. Undir vélarhlífinni er hinsvegar ný 3,2 lítra V6 bensínvél, sem er samskonar vél og er í VW Phaeton. Vélin skilar 241 hestafli (177kW) við 6,250 sn./mín. Hægt er að stýra loftinntakinu þannig að vélin skilar hámarkstogi strax við 2,800 sn/mín. eða 320 Nm. Þetta er gert með því að stýra opnunartíma á sog- og afgasventlum, sem er síbreytilegur eftir snúningi vélarinnar. Með þessari vél fer Golfinn á 6,4 sekúndum upp í 100 km/klst. og hámarkshraðinn er gefinn upp 245 km./klst. Til að gera hljóm bílsins sem sportlegastan hefur tveimur útblástursrörum verið komið fyrir sitthvoru megin að aftanverðu.

Golf R32 er með aldrifi, sem Volkswagen kallar 4Motion. Gírkassinn er 6 gíra og hefur fjöðrun verið lækkuð um 30 millimetra. Bíllinn kemur á 18" Zoll álfelgum og eru dekkin 225/40 ZR 18. Bremsur eru loftkældar og eru bremsudælurnar í sama lit og bíllinn til að gefa honum enn sportlegra útlit.

Að innan ræður leður og burstað ál ríkjum. Bíllinn kemur með svartri leðurinnréttingu. Sportsætin veita góðan hliðarstuðning og vel á að fara um ökumann. Stýrið er leðurklætt, pedalar, gírstangarhnúður og hluti innréttingar er álklætt.

Bíllinn verður aðeins í boði 2ja dyra með "Climatronic" loftkælingu. Þá kemur bíllinn með sérstöku hljómkerfi með 8 hátölurum og Xenon framljósum.

Volkswagen Golf R32 kemur á markað í Evrópu síðla sumars 2002 en ekki er ljóst hvenær hann verður fáanlegur á Íslandi.