Fara í efni

Volkswagen söluhæstu bílar í Evrópu.

Bílasala á Íslandi eykst næst mest af öllum löndum Evrópu fyrstu 3 mánuði ársins.Bílasala á Íslandi eykst næst mest af öllum löndum Evrópu fyrstu 3 mánuði ársins.Bílasala á Íslandi eykst næst mest af öllum löndum Evrópu fyrstu 3 mánuði ársins. Volkswagen eru söluhæstu bílar í Evrópu fyrstu þrjá mánuði ársins. Alls voru seldir 4.132.773 nýir bílar í Evrópu fyrstu þrjá mánuði ársins. Volkswagen jók sölu sína um 17,8% á meðan bílasala jókst um 3,2% á tímabilinu. Allar gerðir Volkswagen Group juku sölu sína á tímabilinu á meðan sala bíla helstu keppinautanna Opel og Renault dróst saman. Næst mesta aukning bílasölu varð á Íslandi eða um 49,2% en mesta aukningin varð í Lettlandi þar sem bílasala jókst um 56,6%.

Byggt á tölum frá ACEA (Association des Constructeurs Européens d'Automobiles).