Fara í efni

Volkswagen kynnir fyrir Evrópubúum fimmtu kynslóð bílategundar sem selst hefur í alls 6,6 milljónum eintaka.

Ný hönnunareinkenni, nýjar vélar og risastórt farangursrými - Sama nafnið um heim allan: Bora verður Jetta á ný í EvrópuNý hönnunareinkenni, nýjar vélar og risastórt farangursrými - Sama nafnið um heim allan: Bora verður Jetta á ný í EvrópuNý hönnunareinkenni, nýjar vélar og risastórt farangursrými - Sama nafnið um heim allan: Bora verður Jetta á ný í Evrópu Volkswagen kynnir nú nýja kynslóð Jetta í Evrópu. Um leið og fimmta kynslóðin er sett á markað hefur verið ákveðið að nota sama nafnið á öllum markaðssvæðum heims. Bora mun því á ný bera nafnið Jetta í Evrópu allri. Rýmið hefur verið aukið til þess að nýi bíllinn henti sem allra best fyrir langkeyrslur. Jetta hefur verið lengdur um 18 sm miðað við Bora og er nú alls 455 sm. Farangursrýmið tekur nú heila 527 lítra (og 72 lítra til viðbótar). Þessir kostir hafa slegið í gegn. Jetta hefur til dæmis árum saman verið í efsta sæti á sölulistum yfir evrópska bíla í Bandaríkjunum.

Sportlegur bíll. Volkswagen mun í kynningum sínum leggja áherslu á að Jetta, sem selst hefur í alls 6,6 milljónum eintaka, sé sportlegur og glæsilegur miðlungsstór fólksbíll á grundvelli bandaríska hugmyndabílsins. Útlitshönnunin er mjög sérstök og áberandi og krómaða vatnskassagrindin í skjaldarlíki, sem sótt er í hugmyndasportbílinn Concept R, staðfestir framsækna hönnunina.

Þægindin hafa þó ekki gleymst. Undirvagninn er af nýrri og athyglisverðri hönnun með fjögurra tengja afturöxli og gerir Volkswagen kleift að ná fram einstaklega vel samþættri blöndu hágæðaþæginda og aksturseiginleika.