Fara í efni

Vélasvið HEKLU selur loftpressustöðvar og þjónustu til Norðuráls og Fjarðaráls

Á síðasta ári seldi Vélasvið HEKLU Norðuráli tvær loftpressustöðvar. Á síðasta ári seldi Vélasvið HEKLU Norðuráli tvær loftpressustöðvar. Á síðasta ári seldi Vélasvið HEKLU Norðuráli tvær loftpressustöðvar. Fyrri stöðin samanstendur af sjö tveggja þrepa olíufríum skrúfuloftpressum af Sierra gerð sem framleiða til samans 240m3/mín af lofti. Seinni stöðin samanstendur af tveimur þriggja þrepa miðflóttaafls loftpressum af Centac gerð.
Eru þetta fyrstu loftpressur af þessari gerð sem koma til landsins. Centac pressurnar framleiða til samans 160m3/mín af lofti. Báðar þessar stöðvar eru nú komnar í fulla notkun og reynast vel.

Eigendur Norðuráls ákváðu enn frekari stækkun álversins og leituðu til HEKLU um áframhald samnings varðandi loftpressur. Við Ásmundur Jónsson skrifuðum undir samning við fyrirtækið 5. september sl. þess efnis að tvöfalda Centac stöðina.

Nú hefur Norðurál pantað tvær Centac vélar til viðbótar ásamt fylgihlutum sem eru loftþurrkarar, vatnskælar og annar búnaður sem til þarf. Þessu verki á að vera lokið í júlí 2007. Enn fremur skrifuðu þeir Sveinn Símonarson og Ólafur B. Jónsson undir þjónustusamning til fimm ára við Norðurál um eftirlit og viðhald á þeim búnaði sem HEKLA hefur selt til Norðuráls frá IR á síðustu árum.

IR pressur voru valdar í nýtt álver á Reyðarfirði hjá Fjarðaráli. Þangað koma fimm þriggja þrepa miðflótta afls pressur af Centac gerð. Þessar pressur eru mjög afkastamiklar eða 3 x 250m3/mín og 2 x 150m3/min. HEKLU er ætlað að sjá um þjónustu og viðhald á þessum búnaði.

Rúnar J. Hjartar