Fara í efni

Tvöfaldur kostur: TDI-vél og stiglaus DSG-sjálfskipting

Verksmiðjan í Kassel hefur framleitt rúmlega 150.000 stiglausar DSG-sjálfskiptingar. Verksmiðjan í Kassel hefur framleitt rúmlega 150.000 stiglausar DSG-sjálfskiptingar. Verksmiðjan í Kassel hefur framleitt rúmlega 150.000 stiglausar DSG-sjálfskiptingar. Volkswagen hefur þróað stiglausa DSG-sjálfskiptingu sem tryggir afbragðsgóða snerpu og snöggar gírskiptingar í hinum sportlegu Golf-bílum, til dæmis hinum nýja GTI. Hann er einnig búinn afbragðsgóðri 2.0 TDI 140 hestafla dísilvél með dæmigerðum hægum snúningi, góðri eldsneytisnýtingu og litlum útblæstri. Stiglausa DSG-sjálfskiptingin býr yfir öllum kostum góðrar sjálfskiptingar.

Skiptingin er með tvöföldum kúplingsdiski þannig að skipt er um gír án þess að missa kraft. Hún kom fyrst fram í sportlegri útgáfum af Golf en með henni var hægt að skipta mjög hratt og lipurlega. Drifbúnaðarsérfræðingar Volkswagen hafa síðan þá lagað stiglausu DSG-sjálfskiptinguna að öflugum dísilvélum. Rafeindabúnaður er nýttur til þess að virkja vélina sem best og hámarka afköst hennar. Hún togar því kröftugar en venjulegar dísilvélar við lítinn snúningshraða og ekki þarf að auka hann til þess að bæta fyrir það skrik sem einkennir hefðbundna átaksbreyta.

Verkfræðingunum hefur tekist að samræma „TDI með DSG" til þess að skila hámarksafköstum í Golf, Golf Plus, Touran og nýja Passat-bílnum. Þessi blanda akstursánægju, snerpu og hagstæðrar eldsneytisnotkunar hefur slegið í gegn.

Hin framsækna DSG-sjálfskipting kom á markað í upphafi árs 2004 og þegar hafa rúmlega 150.000 viðskiptavinir valið hana í bíla sína hjá Volkswagen.

2.0 TDI dísilvélin skilar 140 hestöflum og togar allt að 320 Nm. Hún hefur verið framleidd síðan árið 2003 og nú er komin ný útgáfa fyrir stiglausu DSG-sjálfskiptinguna. Byrjað var á því að endurhanna beinu innspýtinguna til þess að fínstilla hana betur við stöðugan innspýtingarþrýsting yfir 2000 börum og til að ná fram aukinni nákvæmni í aðalinnspýtingu. Þetta leiddi til afbragðsgóðrar frammistöðu í lausagangi og við lítið álag og það dró úr eyðslu. Verkfræðingum Volkswagen tókst einnig að auka endurhringrás útblásturs um 15% við álag á DSG-sjálfskiptingunni en það dregur úr útblæstri á nituroxíði og fækkar sótögnum.

Brunaferlið hefur verið gert enn skilvirkara en áður með sléttum stimpilkrónum án ventilraufa. Þess vegna var hægt að fínstilla innspýtingarmagn og upphaf innspýtingar og breyta þrýstingsmótun þannig að TDI-vélin með stiglausri DSG-sjálfskiptingu gerir gott betur en að uppfylla kröfur Euro4 staðalsins um útblástur frá bílum í sama flokki og Golfinn er. Enginn hefðbundin skipting nær sambærilegum árangri.

Helsti kostur tvöföldu skiptingarinnar er sá að hún er jafn skilvirk og beinskipting vegna vélrænu aflskiptingarinnar. Stiglausa DSG-sjálfskiptingin skiptir einnig á milli gíra án þess hnykks sem er óhjákvæmilegur í skiptingum með einföldum kúplingsdiski. Mjög auðvelt er að stjórna skiptingunni sem leiðir meðal annars til þess að
- viðbragð er ákjósanlegt þegar tekið er af stað til þess að koma í veg fyrir tapa í togkrafti af völdum forþjöppunnar,
- mjög stuttan tíma tekur að skipta um gír eða aðeins 40 millisekúndur, auk þess sem hægt er að sleppa fleiri en einum gír þegar verið er að skipta niður,
- hagstæðasti gírinn er valinn en það getur verið breytilegt þegar notast er við hefðbundna átaksbreyta,
- besta val á gír dregur úr eldsneytisnotkun öfugt við hefðbundna átaksbreyta sem auka eldsneytiseyðslu.

Ökumenn dísilbifreiða þekkja kostina við notkun dísilvéla með tilliti til eldsneytiseyðslu þegar ekið er og skipt um gíra við lægsta mögulega snúningshraða. Stiglausa DSG-sjálfskiptingin nýtir sér þetta í TDI-vélinni. Togkraftur eykst við lágan snúningshraða en það tryggir að vélin getur alltaf togað fullnægjandi. Rafeindabúnaðurinn sér um afganginn. Innspýtingunni er stýrt af svokölluðum "dynamic pilot control" búnaði þannig að allt að 15% meiri togkraftur en annars er til staðar þegar snögglega þarf að skipta um gír. Það er því mjög þægilegt og snaggaralegt að skipta um gíra með „TDI með DSG".

Vélin þarf einnig að skila mun minna átaki með „TDI með DSG" en með hefðbundinni skiptingu til þess að ná sömu afköstum. Þegar skipt er um gír lækkar snúningshraðinn um 150 til 200 s.á.m. og það dregur umtalsvert úr eldsneytiseyðslu. Nýr Golf með fimm gíra sjálfskiptingu notar að jafnaði
6,.6 lítra á hverja 100 kílómetra. Sé stiglaus DSG-sjálfskipting notuð lækkar eyðslan niður í 5,9 lítra á 100 km en það samsvarar 10,6% eldsneytissparnaði. Þetta eru sannfærandi tölur sem undirstrika notagildi hinnar byltingarkenndu DSG-sjálfskiptingar.