Fara í efni

Til hamingju með afmælið, GTI

Golf GTI býðst nú í sérstakri afmælisútgáfu.Golf GTI býðst nú í sérstakri afmælisútgáfu.Golf GTI býðst nú í sérstakri afmælisútgáfu. Í tilefni af 30 ára afmæli GTI býður Volkswagen nú sérstaka afmælisútgáfu af bílnum, Golf GTI Edition 30. Það skemmtilega við þessa útgáfu er að eitt hestafl að meðaltali hefur bæst við fyrir hvert ár í 30 ára sögu bílsins. GTI Edition 30 er því með 2ja lítra, FSI, 230 hestafla forþjöppuvélinni. Henni fylgir síðan annað hvort beinskiptur gírkassi eða hálfsjálfskipti DSG-gírkassinn.

Golf GTI er táknmynd fyrir hraðskreiða bíla um allan heim. Tilraunagerð Golf GTI Edition 30 var kynnt í Gelsenkirchen í Þýskalandi í maí síðastliðnum. Upp frá því streymdu skilaboð inn til Volkswagen frá áhugamönnum og þau voru skýr: Það verður að framleiða bílinn nákvæmlega eins og tilraunabíllinn er.

Sjónrænt útlit tilraunabílsins var því látið halda sér en megineinkenni þess eru 18 tommu Detroit-álfelgur sem eru mattlakkaðar í svörtu. Viðskiptavinir geta líka valið 18” títansilfurlakkaðar Rockingham-felgur án þess að verðið hækki. Annað sem einkennir afmælisútfærsluna eru samlitar svuntur að framan og aftan og hliðarlistar og kirsuberjarauð afturljósin. Bíllinn aðgreinir sig líka frá öðrum í Golf-ættinni með Edition 30 merkingunni á honum aftanverðum.

Hönnun að innan er líka til marks um 30 ára tímamótin. Sportsætin eru með leðurköntum og í miðju þeirra er GTI-merkið. Rauðir saumar eru á leðurklæddu, þriggja arma stýrinu, gírstönginni og handbremsunni. Rauð Edition 30-merking er í hurðarfalsinum og yfir hanskahólfinu er listi úr burstuðu áli. Gólfmottur með rauðum bryddingum og gírhnúðurinn, sem er í lögun eins og golfbolti, uppfylla síðan afmælisvæntingar trygglyndra aðdáenda GTI um alla Evrópu.