Fara í efni

Stéphane Peterhansel sigrar í DAKAR 2005 rallinu á Mitsubishi Pajero!

Stéphane Peterhansel sigraði í DAKAR 2005 rallinu á Mitsubishi Pajero! Tíundi sigur Mitsubishi Motors í keppninni og þar af sá fimmti í röð!! Fimm HEKLU-bílar í 6 efstu sætunum!!! Stéphane Peterhansel sigraði í DAKAR 2005 rallinu á Mitsubishi Pajero! Tíundi sigur Mitsubishi Motors í keppninni og þar af sá fimmti í röð!! Fimm HEKLU-bílar í 6 efstu sætunum!!! Stéphane Peterhansel sigraði í DAKAR 2005 rallinu á Mitsubishi Pajero! Tíundi sigur Mitsubishi Motors í keppninni og þar af sá fimmti í röð!! Fimm HEKLU-bílar í 6 efstu sætunum!!! Eftir úrslit á 16. og síðustu sérleið DAKAR 2005 - 31 kílómetra leið umhverfis DAKAR - er ljóst að Frakkinn Stéphane Peterhansel hefur sigrað í þeirri gífurlegu þolraun sem DAKAR 2005 rallið er, á Mitsubishi Pajero og er þetta 10. sigur Mitsubishi Motors í keppninni og 5. sigurinn í röð.

Mitsubishi Motors er sigursælasti bílaframleiðandinn í 27 ára sögu keppninnar. Landi Peterhansels, Luc Alphand, varð annar - einnig á Mitsubishi Pajero - og Jutta Kleinscmidth, sem ekur á Volkswagen Touareg, varð þriðja.

Bruno Saby, sem ekur Volkswagen Touareg, sigraði á 16. og síðustu sérleið DAKAR 2005 í gær á 19 mínútum sléttum. T. Magnaldi varð annar og Finninn A. Vatinen þriðji. Félagarnir Stéphane Peterhansel og Luc Alphand óku upp á öryggið og lentu í 11. og 12. sæti.

Úrslitin í DAKAR 2005 rallinu eru mikil viðurkenning á gæðum Mitsubishi Pajero og Volkswagen Touareg en HEKLA er sem kunnugt er umboðsaðili Mitsubishi Motors og Volkswagen AG á Íslandi en þessir bílar röðuðu sér í 5 af 6 efstu sætum keppninnar. Mitsubishi Pajero lenti í 1., 2. og 6. sæti og Volkswagen Touareg hreppti 3. og 5. sætið. Þetta er aðeins í annað sinn sem Volkswagen AG sendir Touareg bíl í keppnina en Volkswagen sigraði DAKAR rallið 1980.

Lokastaða:
1. Stéphane Peterhansel (F)/Jean-Paul Cottret (F) Mitsubishi Pajero 52klst 31m 39s
2. Luc Alphand (F)/Gilles Picard (F) Mitsubishi Pajero 52klst 58m 53s
3. Jutta Kleinschmidt (D)/Fabrizia Pons (I) Volkswagen Touareg 55klst 53m 39s
4. Giniel de Villiers (ZA)/Jean-Marie Lurquin (B) Nissan Pick-Up 56klst 34m 15s
5. Bruno Saby (F)/Michel Perin (F) Volkswagen Touareg 61klst 15m 53s
6. Joan Roma (E)/Henri Magne (AND) Mitsubishi Pajero 61klst 51m 16s