Fara í efni

Sparakstursnámskeið með Volkswagen - skráningum rignir inn!

Nú getur þú minnkað eldsneytiseyðslunan um allt að 15% með því að skrá þig á sparakstursnámskeið með Volkswagen.Nú getur þú minnkað eldsneytiseyðslunan um allt að 15% með því að skrá þig á sparakstursnámskeið með Volkswagen.Nú getur þú minnkað eldsneytiseyðslunan um allt að 15% með því að skrá þig á sparakstursnámskeið með Volkswagen.

 

Reynslan sýnir að með breyttu aksturslagi getur þú minnkað eldsneytiseyðsluna um allt að 15%. Volkswagen hefur ávallt hjálpað fólki að fara betur með eldsneytið með framsækinni tækniþróun. Nú stígum við skrefinu lengra og bjóðum Íslendingum upp á skemmtilegt námskeið í sparakstri í samvinnu við Ökukennarafélag Íslands. Það munar um minna.


HEKLA býður uppá 2ja tíma námskeið í sparakstri í sal Volkswagen, Laugavegi 174, þar sem blandað er saman fræðslu og verklegri kennslu með ökukennara. Námskeiðin verða laugardaginn 19. apríl, sunnudaginn 27. apríl og laugardaginn 3. maí frá 10-12 og miðvikudaginn 7. maí frá kl. 19:30-21:30 (ath. breytta dagsetningu og tíma). Skráðu þig strax í dag. Aðgangur er ókeypis.

Þar sem skráningum rignir inn og sætaframboð er takmarkað eru áhugasamir hvattir til að skrá sig í dag til að missa ekki af lestinni. Uppbókað er á fyrstu tvö námskeiðin og nokkur sæti laus á það þriðja.


Skráning:

Smelltu hér!