Fara í efni

Skoda Octavia valinn bestur í sínum flokki af WHAT CAR?

Tímaritið What Car? útnefndi Skoda Octavia Ambiente 1,6 FSI besta bílinn í sínum flokki árið 2005. Tímaritið What Car? útnefndi Skoda Octavia Ambiente 1,6 FSI besta bílinn í sínum flokki árið 2005. Tímaritið What Car? útnefndi Skoda Octavia Ambiente 1,6 FSI besta bílinn í sínum flokki árið 2005. Octavia sló með sínum alhliða gæðum þar með við tveimur fyrrverandi sigurvegurum í þessum flokki bíla. Dómnefndin hjá What Car? lýsti Octavia sem „afbragðsgóðum alhliða bíl sem gefur kaupandanum meira fyrir peningana en nokkur keppinauta hans. Eigandinn fær meira rými og fleiri hagnýta kosti en aðrir bílar í þessum flokki búa yfir."

Og dómnefndin hélt áfram: „Octavia er reyndar það rúmgóður bíll að innra rými hans er betra en í mörgum bílum í næsta stærðarflokki fyrir ofan „Octavia er ekki bara stór bíll heldur smíðaður af hagleik og mjög stöðugur og þægilegur í akstri. Svo vel er frá öllu gengið að bílstjórinn þreytist ekki í langakstri og hljóði frá vél, vindi og vegi er haldið eins lágu og nokkur kostur er." Dómnefndin hrósaði einnig sérstaklega gæðum Octavia, einstökum frágangi og úrvals efnivið.

Skoda Auto hefur alltaf lagt áherslu á hagstætt verð og Octavia er mjög gott dæmi um einmitt þá stefnu. Dómnefnd What Car? var sammála um eftirfarandi: „Það er sama hvort einstaklingur eða fyrirtæki kaupir Octavia, um mjög hagstæð kaup er að ræða, auk þess sem Octavia heldur verðgildi sínu lengur en flestir aðrir bílar."

What Car? valdi gerðina 1,6 FSI með Ambiente-frágangi. Skoda Octavia kostar kominn á götuna kr. 1.860.000 og sem staðalbúnað má nefna rafstýrt aflstýri, víðómahljómkerfi með sjálfvirkum 6 geisladiska spilara, fjarstýrða samlæsingu, rafræna þjófavörn, loftræstingu og átta loftpúða. Hægt er að stilla hæð á bæði bílstjórasæti og farþegasæti frammi í, hæðar- og hallastilling er á hnakkapúðum og hægt er að stilla stöðu stýris en allt þetta tryggir þægindi bæði ökumanns og farþega.

Í boði eru þrjár útfærslur á innréttingum í Octavia með mjög fjölbreyttum staðalbúnaði. Einnig er boðið upp á sex vélarstæðir, 1,4 16V, 1,6 MPI, 1,6 FSI og 2,0 FSI bensínvélar og 1,9 TDI PD og 2.0 TDI PD dísilvélar. Nú fæst Octavia sem hlaðbakur en skutbíllinn er væntanlegur með bæði framhjóladrifi og 4x4. Octavia Sport og Octavia L&K koma svo á markaðinn í vor.