Fara í efni

Peterhansel enn og aftur á sigurbraut!

Frakkinn Stéphane Peterhansel, sem ekur á Mitsubishi Pajero, bar sigur úr býtum á 7. sérleið DAKAR rallsins, sem lauk rétt í þessu. Hann sigraði einnig í gær og er sigursælasti ökumaður keppninnar frá upphafi. Frakkinn Stéphane Peterhansel, sem ekur á Mitsubishi Pajero, bar sigur úr býtum á 7. sérleið DAKAR rallsins, sem lauk rétt í þessu. Hann sigraði einnig í gær og er sigursælasti ökumaður keppninnar frá upphafi. Frakkinn Stéphane Peterhansel, sem ekur á Mitsubishi Pajero, bar sigur úr býtum á 7. sérleið DAKAR rallsins, sem lauk rétt í þessu. Hann sigraði einnig í gær og er sigursælasti ökumaður keppninnar frá upphafi. Í dag var ekin 669 kílómetra leið um Marokkó frá Zouerat til Tichit. Þetta er lengsta sérleiðin í DAKAR rallinu og nú reynir virkilega á bíla og ökumenn. Peterhansel ók sérleiðina á 8 klukkustundum, 21 mínútu og 57 sekúndum. Al-Attiyah varð annar á BMW X-5 og Jutta Kleinschmidth þriðja á Volkswagen Toureg. Luc Alphand, sem ekur á Mitsubishi Pajero, varð í 4. sæti.

Þetta var í fyrsta sinn í sögu DAKAR rallsins sem ekið var frá Zouerat til Tichit sem gerði það að verkum að keppendur höfðu jafnari möguleika en á öðrum sérleiðum. Keppendur mega ekkert eiga við bíla sína fyrir 8. sérleið á morgun.