Fara í efni

Octavia valin „fegursti bíll ársins 2005

Skoda Octavia var valinn fegursti bíll ársins 2005 í Tékklandi í könnun TV Prima sjónvarpsstöðvarinnar við opnun Brno bílasýningarinnar þar í landi fyrir skemmstu. Skoda Octavia var valinn fegursti bíll ársins 2005 í Tékklandi í könnun TV Prima sjónvarpsstöðvarinnar við opnun Brno bílasýningarinnar þar í landi fyrir skemmstu. Skoda Octavia var valinn fegursti bíll ársins 2005 í Tékklandi í könnun TV Prima sjónvarpsstöðvarinnar við opnun Brno bílasýningarinnar þar í landi fyrir skemmstu. Alls tóku 426,373 áhorfendur þátt í könnuninni, sem er metþátttaka. Í úrtakinu voru 32 bíltegundir.

Þetta eru ekki fyrstu verðlaun sem Octavia hlýtur. Í nóvember í fyrra hlaut Octavia sæmdarheitið fegursti bíll ársins 2004 í Milan á Ítalíu. Hún var útnefnd bíll ársins 2005 í Tékklandi og hlaut auk þess National Design Award viðurkenningu þar í landi.

Octavia er einnig bíll ársins í Finnlandi, Litháen, Búlgaríu, Serbíu og Svartfjallalandi og í Úkraínu. Einnig fékk Octavia Gullna stýrið í Þýskalandi og var útnefnd „fjölskyldubíll ársins 2005” í Bretlandi.

Þess má að lokum geta að tímaritið WhatCar? útnefndi Skoda Octavia besta bílinn í sínum flokki árið 2005. Octavia sló þar með við tveimur fyrrverandi sigurvegurum í þessum flokki bíla. Dómnefndin hjá What Car? lýsti Octavia sem „afbragðsgóðum alhliða bíl sem gefur kaupandanum meira fyrir peningana en nokkur keppinauta hans. Eigandinn fær meira rými og fleiri hagnýta kosti en aðrir bílar í þessum flokki búa yfir."