Fara í efni

Nýr Skoda Fabia vinnur sín fyrstu „Bíll ársins verðlaun - metsala hjá Skoda á 1. ársfjórðungi 2007

Nýr Skoda Fabia hefur verið kosinn bíll ársins 2007 í Serbíu. Nýr Skoda Fabia hefur verið kosinn bíll ársins 2007 í Serbíu. Nýr Skoda Fabia hefur verið kosinn bíll ársins 2007 í Serbíu. Um er að ræða fyrstu verðlaunin sem þess nýi bíll, framleiddur af Skoda verksmiðjunum í Tékklandi fær, en bíllinn var kynntur fyrir blaðamönnum í febrúar á þessu ári. Nýr Skoda Fabia fékk yfirgnæfandi kosningu - með um 70% greiddra atkvæða - frá blaðamönnum, kennurum við tækniháskólann í Belgrad og mótorsport ökumönnum, og sigraði þar með aðra keppendur sína frá Evrópu og Asíu, en kosninginn fór fram að lokinni alþjóðlegri bílasýningu þar í landi.

Verðlaunin eru mikil viðurkenning fyrir Skoda Fabia sem HEKLA mun kynna hér á landi síðla sumars.

Nýr Skoda Fabia var frumsýndur á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf 8.-18. mars sl. og vakti þar verðskuldaða athygli. Það er því ljóst að hann er verðugur artaki fyrstu kynslóðar Skoda Fabia. Sala á Skoda Fabia er m.a. hafin í Þýskalandi, Tékklandi og Serbíu og stöðugt fleiri lönd bætast í hópinn.

Þá voru að berast þær fréttir frá Skoda Auto að fyrirtækið seldi alls 60,665 Skoda bifreiðar í mars sl., sem er mesta sala í einum mánuði frá upphafi. Söluaukning á milli ára er 14,8%. Þá hafa aldrei selst fleiri Skoda bifreiðar á fyrsta ársfjórðungi en nú - alls 149,926 - sem er 15,5% aukning frá árinu á undan.

Skoda Auto hefur styrkt stöðu sína á öllum markaðssvæðum. Söluaukning í Vestur Evrópu er 14,7%, 7,8% í Mið-Evrópu og 50,4% í Austur-Evrópu.