Fara í efni

Nýr Passat Variant væntanlegur

HEKLA kynnir nýjan Passat Variant í septemberHEKLA kynnir nýjan Passat Variant í septemberHEKLA kynnir nýjan Passat Variant í september Volkswagen er að setja á markað nýjan Volkswagen Passat Variant. Sjötta kynslóð þessa afar vinsæla skutbíls verður kynnt í Þýskalandi þann 19. ágúst nk. og hér á Íslandi í september. Merkið Variant hefur nú verið vörumerki skutbíla frá Volkswagen í 43 ár um heim allan. Volkswagen Passat Variant hefur verið ákaflega vinsæll en hingað til hafa verið framleiddir rúmlega 4,3 milljónir þannig bílar.

Fyrr á þessu ári kynnti HEKLA Volkswagen Passat í stallbaksútfærslu og hefur sá bíll verið afar vinsæll, svo vinsæll að HEKLA hefur varla annað eftirspurn. Nýr Passat Variant er mjög fjölhæfur og verður fáanlegur með ýmsum gerðum bensín- og hinum feikivinsælu TDI dísilvélum.
Hinn nýi Passat Variant mun fást í fjórum gerðum með mismunandi búnaði, Trendline, Comfortline, Sportline og Highline. Grunngerðin Trendline er til dæmis búin rafrænum stöðugleikabúnaði, Climatic lofræstibúnaði, sex loftpúðum, 16 tommu felgum, rafdrifnum rúðum, fjarstýrðri samlæsingu, rafmagnshandbremsu, rafstýrðu aflstýri, tölvustýrðum ræsihnappi (Press & Drive ignition system), LED-stefnu- og -afturljósum og sjálfvirkum viðvörunarljósum um neyðarhemlun, samfelldu hleðsluyfirborði, ósamhverfu samanfellanlegu aftursæti (sæti og bak mynda slétt yfirborð þegar þau er felld alveg saman) og þakgrindum svo fátt eitt sé nefnt.

Sé Passat Variant pantaður með dráttartengi er bíllinn útbúinn rafrænum stöðugleikabúnaði fyrir farartækið sem dregið er. Þannig er vegið á móti þeirri sveiflukenndu hreyfingu sem einkum er hætt við í húsvögnum í drætti.

Hinn nýi Passat Variant býr yfir öllum hagnýtu eiginleikunum og fyrirrennarinn en nú hefur bæst við nýtískuleg og heillandi hönnun. Þessi bíll frá Volkswagen er meira heillandi og öflugri en nokkru sinni fyrr en býr þó engu að síður yfir tæru og sígildu útliti. Sem dæmi um aðaleinkenni hans má bæði nefna áberandi hliðarlínu sem liggur aftur og upp á við ásamt hönnun glugganna. Markmiðið með þessari hönnun er að draga athyglina að hinum nýja Passat Variant en líka að vekja áhuga á væntanlegum gerðum sem kynntar verða ásamt öðrum spennandi nýjungum frá Volkswagen.

Nýjar stærðir og allt að 1.731 lítra flutningarými
Stærðarhlutföllum Passat Variant hefur verið breytt nokkuð til samræmis við almennar óskir. Bíllinn er 477 sm langur og 182 sm breiður en það þýðir að hann er 9,23 sm lengri og 7,4 sm breiðari en áður. Nýi Variant-bíllinn sýnist vera bæði lægri og rennilegri en fimmta kynslóðin en er í raun 1,9 sm hærri eða 152 sm, þar með taldir þakrimlar.

Frábærar vélar og 4Motion með DSG
Kraftmiklar: Átta gerðir véla verða fáanlegar á Evrópumarkaði og skila þær afli á bilinu 102 hestöfl til 250 hestöfl. Sjö af þeim bensín- og dísilvélum sem í boði eru verða búnar beinni innspýtingu, fjórar hafa forþjöppu og allar uppfylla þær EU-4 staðalkröfurnar. Grunngerðin er búin fimm gíra kassa, allar hinar sex gíra kassa. DSG og Tiptronic sjálfskiptingarnar eru líka sex gíra.

Tvær vélanna eru nýrrar gerðar. Önnur er 2,0 lítra TDI-vél sem skilar 170 hestöflum og er búin Piezo-innspýtingu og dísilagnasíu, hin er 3,2 lítra V6 FSI-vél sem afhent er með DSG-hálfsjálfskiptingu og 4MOTION sídrifi á öllum hjólum. Frá og með haustinu 2005 verður einnig hægt að fá 4MOTION með 2.0 FSI bensínvél og 2.0 TDI dísilvél með forþjöppu.