Fara í efni

Nýr Golf GTI frumsýndur

HEKLA frumsýndi nýjan Golf GTI í húsakynnum sínum að Laugavegi 174 sl. laugardag.HEKLA frumsýndi nýjan Golf GTI í húsakynnum sínum að Laugavegi 174 sl. laugardag.HEKLA frumsýndi nýjan Golf GTI í húsakynnum sínum að Laugavegi 174 sl. laugardag. Bíllinn, sem 200 hestöfl, hefur hlotið mikið lof víða um heim og verið margverðlaunaður. Golfinn hefur verið í þróun í þrjátíu ár og hefur æ síðan verið mest seldi þýski bíllinn. Golf GTI er nýjasta afurð Volkswagen Auto verksmiðjanna.

Staðalbúnaður í Golf GTI:
17” Denver álfelgur og 225/40R17 dekk, 4 mottur, 6 öryggispúðar (aftengjanlegur farþegamegin), ABS hemlakerfi, aflögunarsvæði að framan og aftan, aksturtölva,
armpúði milli framsæta, samlitir listar og hurðarhöldur. Einnig ESP stöðugleikastýring og spólvörn, fjarstýrðar samlæsingar, forstrekkjarar á bílbeltum að framan, GTI sport innrétting með Interlagos áklæði og hiti í framsætum. Þá eru í bílnum ISOFIX festingar fyrir barnastóla, langtímabúnaður (extra long live service), rafdrifnar rúður, rafdrifnir og hitaðir útispeglar, rafhitaðir sprautustútar fyrir framtúðu og rafrænt hraðatengt aflstýri. GTI er með sinkhúðaða yfirbyggingu, 12 ára ryðvarnarábyrgð, sportfjöðrun, styrktarbita í hurðum, þokuljós í framstuðara, vindskeið og VW hljómtæki með geislaspilara og 10 hátölurum.

Golf GTI er fáanlegur beinskiptur og sjálfskiptur (DSG).
Hröðun (GTI beinskiptur) 0-100 km: 7,2 sekúndur.
Hrönðun (GTI sjálfsk. DSG) 0-100 km er 6,9 sekúndur.

Fjöldi aukahluta er í boði, svo sem sóllúga, 18” álfelgur, fjölrofa stýri og Xenon ljós.

Nýr Golf GTI TFSI beinskiptur kostar kr. 2.890.000.- Golf GTI TFSI sjálfskiptur kr. 3.030.000.-

Sölumenn HEKLU veita allar nánari upplýsingar í síma 590 5000.