Fara í efni

Ný kynslóð metanbíla

Sorpa fékk í dag afhenta sex nýja EcoFuel bíla frá HEKLU, sem eru þrefalt langdrægari en eldri metanbílar. Sorpa fékk í dag afhenta sex nýja EcoFuel bíla frá HEKLU, sem eru þrefalt langdrægari en eldri metanbílar. Sorpa fékk í dag afhenta sex nýja EcoFuel bíla frá HEKLU, sem eru þrefalt langdrægari en eldri metanbílar. Ný og endurbætt kynslóð metanbíla frá Volkswagen, EcoFuel, er komin á markað hér á landi og afhenti Knútur G. Hauksson, forstjóri HEKLU, fulltrúum Sorpu sex slíka bíla við athöfn í höfuðstöðvum HEKLU í dag. Með tilkomu nýju bílanna verða metanbílar á götum borgarinnar orðnir um 60 talsins en sex ár eru frá því að fyrstu bílarnir komu á markað hérlendis. HEKLA hefur flutt inn ríflega helming þessara bíla, eða alls 35 metanbíla.

Nýju Sorpu-bílarnir eru af gerðinni VW Caddy EcoFuel og VW Touran Trendline EcoFuel með tvíbrennihreyfli sem gengur fyrir metani og einnig bensíni þegar þörf er á. Í samanburði við eldri metanbílana munar mest um langdrægni nýju bílanna. Kemst Caddyinn um 430 km á metanfyllingunni og Touran bíllinn um 310 km en meðaldrægni gömlu bílanna er einungis um 130 km á hverri fyllingu.

Nýju bílarnir eru kraftmeiri og minna fer fyrir metankútunum en í gömlu bílunum. Sömu öryggiskröfur gilda hér á landi um metanbíla og aðra bíla en engrar sérstakrar varúðar þarf að gæta í daglegri umgengni við þá. Erlendar rannsóknir sýna einnig að þeir eru öruggari en bæði bensín- og dísilbílar.

Hagkvæmari kostur
Enginn munur er á því að aka metanbíl og venjulegum bíl en sparnaðurinn er umtalsverður, bæði í beinhörðum peningum sem og út frá umhverfissjónarmiðum.

Til að ýta undir notkun metanbíla hér á landi fellir ríkið niður 240 þúsund krónur af vörugjaldi metanbíla. Metan er einnig umtalsvert ódýrara eldsneyti en bensín og olía. Þannig kostar a.m.k. um 50 krónum minna að aka á metanbíl á hverja selda eldsneytiseiningu, samanborið við bensínbíl. Hver rúmmetri af metani, sem samsvarar 1,12 lítum af bensíni, er seldur á 88 krónur og árlegur sparnaður, miðað við 20.000 km akstur, getur numið hátt í 100.000 krónum samkvæmt útreikningum Metan hf.,framleiðanda eldsneytisins.

Því fylgir einnig umtalsverður gjaldeyrissparnaður að nota metan frekar en bensín og olíu. Metan er innlendur eldsneytisgjafi, framleiddur úr hauggasi sem verður til úr lífrænu sorpi á urðunarsvæði Sorpu í Álfsnesi.

Grænir bílar og vænir
Umhverfisþátturinn er ekki síður mikilvægur þó erfiðara sé að meta ávinninginn í krónum og aurum. Samanborið við bensínvél er yfir 90% minna af koldíoxíði (CO2) í útblæstri metanbíla, 74% minna af kolmónoxíði (CO) og 80% minna af köfnunarefnisoxíði (NOx).

Áætlað er að metanið sem fæst úr hauggasinu í Álfsnesi dugi sem eldsneyti á 2.500 - 3.500 fólksbíla þegar fullum afköstum verður náð árið 2012. Aðeins ein áfyllingarstöð er fyrir metanbíla eins og er, á Ártúnshöfða, en stefnt er að fjölga þeim eftir því sem metanbílunum fjölgar.

VW Caddy 2.0 EcoFuel sendiferðabíll kostar 1.930.000 krónur og fimm manna VW Touran 2.0 Trendline EcoFuel kostar 2.580.000 krónur.