Fara í efni

Hestöfl og ofurbílar í nýjum Audi-sal.

HEKLA opnaði með pompi og prakt nýjan sýningarsal fyrir Audi bíla í Hekluhúsinu á Laugavegi um helgina.HEKLA opnaði með pompi og prakt nýjan sýningarsal fyrir Audi bíla í Hekluhúsinu á Laugavegi um helgina.HEKLA opnaði með pompi og prakt nýjan sýningarsal fyrir Audi bíla í Hekluhúsinu á Laugavegi um helgina. Í tilefni af þessum tímamótum voru frumsýndir nokkrir af aflmestu og glæsilegustu fjöldaframleiddu bílum heims. Ber þar hæst að nefna Audi R8, hreinræktaðan ofursportbíl með V8 vél sem hefur verið þróuð út frá Le Mans þol- og hraðaksturskeppninni. Vélin í R8 afkastar 420 hestöflum og að sjálfsögðu sér quattro-aldrif Audi um að miðla aflinu jafnt til allra hjólanna. Jöfn þyngdardreifing milli öxlanna er tryggð með miðjusettri vél og er R8 fyrsti bíll Audi sem þannig er uppbyggður. Bíllinn er með ofursnerpu og hraðar sér úr kyrrstöðu í 100 km hraða á litlum 4,6 sekúndum. Bíllinn var sérinnfluttur vegna opnunar Audi-salarins en þess má geta að Audi R8, sem er að koma á markað um þessar mundir í Evrópu og Bandaríkjunum, er afar eftirsóttur og uppseldur tvö ár fram í tímann.

Níu bílar komast fyrir í nýja Audi-salnum og þar með getur HEKLA sýnt alla línuna frá Audi í einu. Líklega hefur það ekki gerst áður að bifreiðaumboð frumsýni á einum og sama deginum jafnmarga nýja bíla frá einum framleiðanda. Á sýningunni mátti auk R8 ofursportbílsins njóta frumsýningar á sex öðrum Audi sportbílum sem verið er að markaðssetja þessa dagana.

Segja má að enn ógnvænlegra afl búi í 10 strokka, 5,2 lítra vélinni í Audi S8, sem einnig var frumsýndur hjá HEKLU um helgina, en bíllinn kom til landsins með flugi fyrr í vikunni. Hestöflin eru 450 og eins og R8 kemur hann með quattro-aldrifi. Auk þess er hann með loftpúðafjöðrun sem er stillanleg á fjóra vegu, enda í alla staði lúxusfólksbíll hlaðinn tækni- og þægindabúnaði, bara dálítið aflmeiri en þeir flestir. Hann er rétt yfir fimm sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða. Vélin er sú sama og í Lamborghini Gallardo en hönnunardeild Audi hefur "tjúnað" hana upp eftir sínu nefi.

Audi RS4 var ennfremur frumsýndur um helgina. Hann er af mörgum sagður hreinræktaðasti akstursbíll sem Audi hafi nokkurn tíma framleitt. RS4 er sannkallaður úlfur í sauðagæru. V8 vélin skilar 420 hestöflum og vélin er snúningsviljug, fer upp í 8.250 snúninga á mínútu. Þegar haft er í huga að hámarkstogið næst á breiðu snúningssviði, eða frá 2.250-7.000 snúningum á mínútu, er á allan máta skiljanlegt að menn vilja helst ekki skilja við bílinn. Hann er með sérstakri sportfjöðrun og quattro-aldrifi.

Margir höfðu beðið með eftirvæntingu eftir frumsýningu á nýjum og gerbreyttum Audi TT Coupe. Þessi rennilegi, 200 og 250 hestafla sportbíll var einnig til sýnis í nýja Audi-salnum. Þar var líka S3, sem hönnunardeild Audi hefur náð að útbúa með hvorki meira né minna en 265 hestöflum. Þess má geta að eldri gerð S3 skilaði 210 hestöflum svo aflaukningin er 26% milli kynslóða. Þá er bíllinn aðeins 5,7 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða.

Auk þessa sýndi HEKLA í nýja Audi-salnum A6 S-línuna, A4 S-línuna og að sjálfsögðu einnig Audi Q7 S-línuna.

Sýningin vakti mikla athygli og var mjög vel sótt báða dagana.