Fara í efni

HEKLA býður til sölu bifreiðir með tvíbrennihreyfli

HEKLA býður nú til sölu bifeiðir með tvíbrennihreyfli frá Volkswagen, sem ganga bæði fyrir metangasi og bensíni. HEKLA býður nú til sölu bifeiðir með tvíbrennihreyfli frá Volkswagen, sem ganga bæði fyrir metangasi og bensíni. HEKLA býður nú til sölu bifeiðir með tvíbrennihreyfli frá Volkswagen, sem ganga bæði fyrir metangasi og bensíni. Aðfærsla metangassins er aðskilin frá bensínkerfinu, allt frá áfyllingarstúti til brunahólfs hreyfilsins. Bifreiðarnar eru fyrst og fremst knúnar metangasi, en til vara er einnig 13 lítra bensíngeymir og skiptir sjálfvirkt stýrikerfi yfir á hann, ef gasið þrýtur. Einnig er hreyfillinn ræstur með bensínkerfinu, ef hreyfilhitinn er 15° C eða minni. Ökumaður þarf því eingöngu að fylgjast með eldsneytismagninu, en gasmagnið er sýnt á hefðbundnum mæli en bensínmagnið með díóðuljósum á skjá í mælaborði.

Gasið er geymt í 4 kútum undir 200 bara þrýstingi miðað við 15° lofthita. Áfyllingin fer fram á sama hátt og um hefðbundið eldsneyti væri að ræða, en tekur örlítið lengri tíma. Kútarnir eru kyrfilega festir undir gólfi farangursrýmis eða undir vörupalli ef um pallbíl er að ræða. Frá gaskútnum fer gasið í háþrýsingsstilli í vélarrýminu þar sem þrýstingurinn er lækkaður úr 200 börum í 6 bör, en sá þrýstingur heldur sér gegnum innblásturslokana og inn í brunahólf hreyfilsins. Þetta vinnuferli stjórnast rafrænt af stjórnboxi, sem fær upplýsingar frá skynjurum í soggrein og súrefnisskynjara.

Gasáfylling auðveld
Í notkun er þessi búnaður öruggur og fyrirhafnarlaus fyrir bílstjórann og ekki er merkjanlegur munur á vinnslu og viðbragði vélarinnar, hvort sem hún gengur fyrir bensíni eða metangasi. Engrar sérstakrar varúðar vegna gasbúnaðarins þarf að gæta í daglegri umgengni um bílinn, en til öryggis er samt sem áður blandað lyktarefni í metangasið, sem framleitt er hjá Sorpu ehf., þannig að minnsti gasleki gerir samstundis vart við sig. Metan (CH4) er reyndar gastegund, sem er léttari en andrúmsloftið og því algjörlega hættulaus, sé hún ekki undir þrýstingi.

Minni loftmengun - meira öryggi
Niðurstöður af árekstrarprófunum erlendis (TUV í Þýskalandi) sýna að í umferðaróhöppum stafar minni hætta af gasbúnaði bíla en hinum hefðbundna bensín/hráolíubúnaði. Þess má einnig geta að Metan, sem unnið er úr hauggasi, veldur alminnstri loftmengun af því eldsneyti sem nú stendur til boða á bifreiðir, og þar sem það er jafnframt innlend afurð og að vissu leyti „fundið fé,” er sýnt að nýting þess er góður kostur bæði frá sparnaðar- og umhverfisverndarsjónarmiðum.

Volkswagen Caddy og VW Touran í boði
HEKLA býður tvenns konar Metangasbifreiðir til sölu. Annars vegar Volkswagen Caddy 2,0 EcoFuel eða Caddy 2,0 Ecofuel Life og hinsvegar Volkswagen Touran 2,0 Trendline EcoFuel.