Fara í efni

HEKLA afhendir nýja Caterpillar 320C beltagröfu

HEKLA afhenti nýlega fyrstu Caterpillar 320 beltagröfuna af C-gerð hér á landi til Þórarins Þórarinssonar á Hlíðarfæti. Nýja vélin er mun umhverfisvænni en eldri gerðir beltagrafna og mun hagkvæmari í viðhaldi.HEKLA afhenti nýlega fyrstu Caterpillar 320 beltagröfuna af C-gerð hér á landi til Þórarins Þórarinssonar á Hlíðarfæti. Nýja vélin er mun umhverfisvænni en eldri gerðir beltagrafna og mun hagkvæmari í viðhaldi.HEKLA afhenti nýlega fyrstu Caterpillar 320 beltagröfuna af C-gerð hér á landi til Þórarins Þórarinssonar á Hlíðarfæti. Nýja vélin er mun umhverfisvænni en eldri gerðir beltagrafna og mun hagkvæmari í viðhaldi. Keðjur gröfunnar eru feitismurðar og endast um það bil 1.500 vinnustundum lengur en á eldri gerðum sem jafngildir um eins árs notkun. Einungis þarf að smyrja í bómu á 1.000 vinnustunda fresti og skófluarm með 100 vinnustunda millibili. Vökvaolía endist í 4.000 vinnustundir í stað 2.000 áður. Smurolíuskipti eru nú á 500 vinnustunda fresti í stað 250 áður.

Vélin er búin HD rúllum (undirvagn er "Heavy Duty) og Smart Boom (bóman getur "flotið").

Vélarafl gröfunnar hefur verið aukið um 8%, vökvaflæðið um 11%, dráttarafl um 11% og afl á snúning hefur aukist um 9%.

Grafan "talar" íslensku, þ.e. allur texti sem birtist á skjá hefur verið þýddur á íslensku.