Karfan er tóm.
Fyrstu opinberu myndir af Skoda Superb
09. janúar. 2008
Skoda hefur sent frá sér fyrstu opinberu ljósmyndirnar af nýjum Superb. Með afar rausnarlegu innanrými hefur nýr Superb tekið forystu í sínum stærðarflokki (millistærðarflokkur/stórir millistærðarbílar). Skoda hefur sent frá sér fyrstu opinberu ljósmyndirnar af nýjum Superb. Með afar rausnarlegu innanrými hefur nýr Superb tekið forystu í sínum stærðarflokki (millistærðarflokkur/stórir millistærðarbílar). Skoda hefur sent frá sér fyrstu opinberu ljósmyndirnar af nýjum Superb. Með afar rausnarlegu innanrými hefur nýr Superb tekið forystu í sínum stærðarflokki (millistærðarflokkur/stórir millistærðarbílar).
Nýr Skoda Superb er 4,838 mm á lengd, 1,783 mm á breidd, 1,461 mm á hæð og með 2,761mm löngu hjólhafi. Fjöldi tækninýjunga er í bílnum, þar á meðal beygjuljós með aðlögunarhæfni, nýtt rafstýrt loftfrískunarkerfi, sjálfvirkur bílastæðavari og fleira. Öryggi var einn af útgangspunktunum við hönnun nýs Superb eins og sjá má af því að hann er með samtals níu öryggispúða.
Nýr Skoda Superb verður boðinn með þremur gerðum bensínvéla og þremur gerðum díselvéla (77 - 191 kW) og bæði handskiptum gírkössum og sjálfskiptingum.
Nýr Skoda Superb verður frumsýndur í fyrsta sinn í heiminum á bílasýningunni í Genf og verður framleiddur í verksmiðju Skoda í Kvasiny.