Fara í efni

Besti bíllinn með drifi á öllum hjólum árið 2005

Audi A6 quattro og Audi A8 quattro - Tvöfaldur sigur í flokki lúxusbíla.Audi A6 quattro og Audi A8 quattro - Tvöfaldur sigur í flokki lúxusbíla.Audi A6 quattro og Audi A8 quattro - Tvöfaldur sigur í flokki lúxusbíla. Audi A6 quattro er besti bíllinn með drifi á öllum hjólum árið 2005 í flokki lúxusbíla. Í öðru sæti varð svo Audi A8 quattro. Þessi varð niðurstaða lesenda hins þýska bílablaðs "AUTO BILD ALLES ALLRAD". Rúmlega 34.000 lesendur tóku þátt í könnuninni sem vinsælasta tímarit Evrópu á sviði bíla með drifi á öllum hjólum stóð fyrir. A3 quattro, A4 quattro og TT Coupé quattro lentu allir í öðru sæti í sínum flokki og því er Audi ótvíræður sigurvegari í þessari lesendakönnun. Valið stóð á milli alls 102 gerða bíla í níu flokkum.

Audi A6 hefur þegar unnið fjölda verðlauna um heim allan, auk þess að vera útnefndur bíll ársins á heimsvísu. Hann kom á markað árið 2004 en hlotnast þessi mikli heiður þegar í ár. Audi A8 sló svo botninn í einstaka frammistöðu bílaframleiðandans í Ingolstadt með öðru sæti í flokki lúxusbíla. Audi A3 lenti í öðru sæti í flokki lítilla bíla og Audi A4 sömuleiðis í flokki bíla af millistærð. Audi TT komst einnig á pall og náði öðru sæti í flokki sportbíla með drifi á öllum hjólum. Audi fagnar á þessu ári að 25 ár eru liðin frá því quattro-sídrifið bauðst fyrst í Audi bílum.

Fyrir aldarfjórðung síðan gjörbylti Audi hugmyndum bílasmiða með fyrsta Audi quattro bílnum á bílasýningunni í Genf. Quattro-sídrifið hefur síðan þá verið tákn yfirburðagóðs veggrips og stjórnunar, lipurleika og öryggis. Audi býður nú alls 74 útgáfur af bílum með drifi á öllum hjólum. Undanfarinn aldarfjórðung hafa rúmlega 1,8 milljónir bíla búnir sídrifi verið smíðaðir hjá Audi, mun fleiri en nokkur annar bílaframleiðandi getur státað af.