Fara í efni

Audi kynnir RS6

Audi kynnti nýlega nýjustu afurð sína: Audi RS6. Audi RS6 er einstakur bíll og það sem greinir hann frá öðrum gerðum Audi er hið mikla vélarafl sem hann býr yfir, sítengt fjórhjóladrif, "high-performance" bremsukerfi og fjöðrunarkerfi í hæsta gæðaflokki.Audi kynnti nýlega nýjustu afurð sína: Audi RS6. Audi RS6 er einstakur bíll og það sem greinir hann frá öðrum gerðum Audi er hið mikla vélarafl sem hann býr yfir, sítengt fjórhjóladrif, "high-performance" bremsukerfi og fjöðrunarkerfi í hæsta gæðaflokki.Audi kynnti nýlega nýjustu afurð sína: Audi RS6. Audi RS6 er einstakur bíll og það sem greinir hann frá öðrum gerðum Audi er hið mikla vélarafl sem hann býr yfir, sítengt fjórhjóladrif, "high-performance" bremsukerfi og fjöðrunarkerfi í hæsta gæðaflokki. Audi AG, í samstarfi við Quattro GmbH hafa sett á markað kraftmestu gerð af Audi til þessa. Audi RS6 er framleiddur með 4,2 lítra V8 Biturbo bensínvél sem afkastar 331 kW eða 450 hestöflum við 5,700 - 6,400 sn./mín. Hámarkstogi sem er um 560 Nm. nær vélin strax við 1,950 sn/mín og heldur því uppí 5,600 sn./mín. sem þykir afbragðsgott. Afköst vélarinnar nást þó einkum úr tveimur túrbínum sem hvíla ofaná sitthvorri ventlablokkinni. Vélarblokkin er gerð úr áli og eru 5 ventlar á hverjum sílender. Til að hámarka afköstin á vélinni hefur loftinntakið inn á vélina verið endurhannað sérstaklega fyrir þessa vél. Aksturstölvan í bílnum, Bosch Motronic ME 7.1.1. stýrir loftinntakinu og opnum á túrbínum. Þá er pústkerfið í bílnum ný hönnun en það samanstendur af tveimur hljóðkútum fyrir miðju og aftan til. Þess hefur þó sérstaklega verið gætt að gefa vélinni kraftmikinn hljóm.

Audi RS6 er 4,7 sekúndur að fara úr kyrrstöðu uppí 100 km./klst. og 17,6 sekúndur uppí 200 km./klst. Hámarkshraðinn er takmarkaður með rafeindabúnaði við 250 km./klst.

Audi RS6 kemur með 5 gíra stiglausri Tiptronic sjálfskiptingu með sérstakri sport stillingu. Hægt er að aka bílnum í sjálfskiptingunni en einnig getur ökumaður skipt handvirkt, annaðhvort með því að færa gírstöngina upp og niður eða með takka í stýrinu.

Bremsukerfið í bílnum er endurhannað og hefur verið stuðst við þróun úr þýska kappakstrinum (DTM). Loftkældar bremsur eru að framan og aftan og er ummál bremsudiskanna 365 mm. að framan og 335 mm. að aftan. Bíllinn kemur á 18" felgum en er hann einnig fáanlegur á 19" felgum. Tölvukerfið í bílnum fylgist með loftþrýstingnum í dekkjunum og aðvarar ökumanninn ef loftþrýstingur breytist.

Audi RS6 er fyrsti bíllinn frá Audi sem er framleiddur með nýju fjöðrunarkerfi sem kallast Dynamic Ride Control (DRC). Hægt er að velja um innréttingu úr leðri eða með sportsætum. Leðurklætt stýri og innrétting úr burstuðu áli setja sterkan svip á innréttinguna. Bíllinn kemur með sérhönnuðu 250 W. BOSE hljóðkerfi, með Xenon framljósum, o.fl. o.fl.

Bíllinn verður fáanlegur bæði sem stallbakur og sem skutbíll. Ekki er ljóst hvað bíllinn kemur til með að kosta og hvort hann verði fáanlegur á Íslandi.