Fara í efni

Audi A4 er vinsælasti fyrirtækisbíllinn í Þýskalandi

Audi A4 hefur náð forystu sem vinsælasti fyrirtækisbíllinn í Þýskalandi.Audi A4 hefur náð forystu sem vinsælasti fyrirtækisbíllinn í Þýskalandi.Audi A4 hefur náð forystu sem vinsælasti fyrirtækisbíllinn í Þýskalandi. Audi A4 hefur náð forystu sem vinsælasti fyrirtækisbíllinn í Þýskalandi. Viðskiptatímaritið Capital segir frá því að þessi meðalstóri bíll hafi skákað öllum sínum helstu keppinautum á fyrsta ársfjórðungi ársins 2005, auk þess sem markaðshlutdeild hans hafi aukist á bílaflotamarkaði um 1,2%
samtals í 6,7% nú.

Þessa miklu velgengni má ekki síst rekja til nýrrar kynslóðar Audi A4 sem kynnt var haustið 2004. Bæði fólksbíllinn og Avant-bíllinn voru endurhannaðir og hin glæsilega vatnskassagrind Audi A4 er mjög áberandi.

Á Íslandi hefur sala á Audi aukist jafnt og þétt síðasliðinn ár og er Audi nú einna mest seldi lúxusbíllinn og er með yfir 80% söluaukningu í flokki lúxusbíla hér á landi.

Tæknileg afköst Audi A4 eru í fullu samræmi við það sem nýja útlitið lofar. Hægt er að velja um alls tíu vélar í A4, allt að 225 hestöfl, sem bæði eru öflugar en þó hagkvæmar í rekstri. Bensínvélarnar eru í sérflokki, búnar FSI-tækni og forþjöppu. Í þriggja lítra TDI-dísilvélinni er að finna hina byltingarkenndu beinu innspýtingu með piezo-tækni. Hægt er að panta
dísilagnasíur með bæði sex strokka TDI 3.0 vélinni og fjögurra strokka TDI 2.0 vélinni.

Fjöðrunarbúnaðurinn er sportlegur en þó mjög þægilegur og stuðlar að einstakri akstursánægju. Bíllinn einkennist allur af framsækinni tækni og háþróuðum lausnum. Audi A4 fæst t.d. með „xenon plus” ökuljósum með virku sjálfstýrandi birtustigi, einstakri stiglausri multitronic-sjálfskiptingu og quattro-sídrifi á öllum hjólum.