Fara í efni

Alveg nýr Mitsubishi L200 - rétti pallbíllinn fyrir Íslendinga

Mitsubishi Motors er nú að hefja kynningu á alveg nýjum eins tonna Mitsubishi L200 pallbíll. Hann er hannaður og smíðaður með tilliti til krafna Dakar-rallsins og verður kynntur í Evrópu á fyrri helmingi ársins 2006.Mitsubishi Motors er nú að hefja kynningu á alveg nýjum eins tonna Mitsubishi L200 pallbíll. Hann er hannaður og smíðaður með tilliti til krafna Dakar-rallsins og verður kynntur í Evrópu á fyrri helmingi ársins 2006.Mitsubishi Motors er nú að hefja kynningu á alveg nýjum eins tonna Mitsubishi L200 pallbíll. Hann er hannaður og smíðaður með tilliti til krafna Dakar-rallsins og verður kynntur í Evrópu á fyrri helmingi ársins 2006. Stefnt er að því að selja á hverju ári í Evrópu meira en 35.000 eintök af þessum nýja L200 palljeppa. Í L200 er bæði að finna sterkleg einkenni öflugra pallbíla og hönnun, þægindi og öryggisþætti sportjeppa okkar tíma í stærð sem hentar í evrópsku borgar- og þéttbýlisumhverfi. Sem dæmi má nefna eftirfarandi:

- útlitshönnunin sækir mikið til hins glæsilega hugmyndabíls / sigurvegarans í Dakar-rallinu Pajero Evo
- L200 er af hentugri stærð (Double Cab útgáfan er 500 cm x 180 sm)
- rúmgott farþegarými, alls 215,3 sm langt en það er með því besta sem gerist í þessum stærðarflokki (Double Cab)
- «Super Select» sídrif á öllum hjólum en það er einstakt í flokki palljeppa (ekki ljóst hvort um staðalbúnað verður að ræða)
- Virk stöðugleika- og veggripskerfi, einstök í flokki palljeppa (ekki ljóst hvort um staðalbúnað verður að ræða)
- 5,9 metra beygjuradíus, það besta í þessum flokki bíla
- dísilvél sem uppfyllir allar kröfur Euro-4
- 4 stjörnur í öryggisprófunum Euro-NCAP,
- hægt er að velja um þrjár gerðir yfirbygginga: single, club og fernra dyra double cab
- þægindi og aðstæður fyrir farþega í aftursæti eru sambærilegar við góða fólksbíla (bakki á sætisbaki, glasahaldarar í miðjuarmbrík os.frv....) og annar einstakur búnaður (rafdrifin afturrúða o.s.frv....).

Hinn nýi L200 verður afhjúpaður í Evrópu á bílasýningunni í Bologna þann 1. desember 2005.

Vinnuhestur
Hinum nýja L200 frá Mitsubishi Motors er ætlað tvíþætt hlutverk í samræmi við þá hefð sem hefur verið í gildi allt frá því að fyrsti L200 bíllinn kom á markað árið 1978. Hann er bæði vel hannaður OG sterkbyggður bíll sem nýtist bæði sem atvinnutæki og tómstundafarartæki, á vegum úti og utanvega.

- Í boði eru Single Cab (einstakt í þessum flokki bíla), Club Cab og Double Cab,
- Pallur af góðri stærð (222 sm, 181 sm og 132 sm, allt eftir gerð) þrátt fyrir að bíllinn sé í flokki minni palljeppa ásamt hlutfallslega bestu nýtingu á innra rými eins og fram kemur í lýsingu,

- eins tonns burðargeta *
- 2,7 tonna dráttargeta

* Tölur geta verið mismunandi eftir markaðssvæðum

- Algjörlega endurhönnuð þrýstisteypt grind til að há hámarksstífleika
- Sterkbyggður og áreiðanlegur afturöxull með samsettum fjöðrum til þess að tryggja hámarks hleðslugetu

Euro-pallettan kemst fyrir á pöllum allra þriggja bílgerðanna,
- Pallurinn sjálfur er tvöfaldur og galvaníseraður
- Hægt er að fella afturhlerann niður um allt að 180 gráður (eftir gerð)
- (LSPV) hleðsluskynjari tryggir öryggi í hemlun,
- 12 ára ábyrgð á ryðvörn

L200 er smíðaður í Taílandi en nýr Mitsubishi L200 er einn af sjö nýjum bílum sem MMC kynnir á Evrópumarkaði á næstu þremur árum.