Fara í efni

Áheitaakstri á Skoda Octavia TDI lauk með sögulegri viðbót: Héldu áfram hálfa leiðina til Akureyrar

Eftir að áheitahringferð um landið til styrktar Styrktarsamtökum krabbameinssjúkra barna lauk við höfuðstöðvar HEKLU í gær og tekist hafði að komast hringinn í kringum landið á einum eldsneytistanki var ákveðið að halda áfram og kanna hve langt væri hægt að komast á því eldsneyti sem þá var enn eftir á tankinum. Eftir að áheitahringferð um landið til styrktar Styrktarsamtökum krabbameinssjúkra barna lauk við höfuðstöðvar HEKLU í gær og tekist hafði að komast hringinn í kringum landið á einum eldsneytistanki var ákveðið að halda áfram og kanna hve langt væri hægt að komast á því eldsneyti sem þá var enn eftir á tankinum. Eftir að áheitahringferð um landið til styrktar Styrktarsamtökum krabbameinssjúkra barna lauk við höfuðstöðvar HEKLU í gær og tekist hafði að komast hringinn í kringum landið á einum eldsneytistanki var ákveðið að halda áfram og kanna hve langt væri hægt að komast á því eldsneyti sem þá var enn eftir á tankinum. Stefán Ásgrímsson frá FÍB ók áfram bílnum sem er af gerðinni Skoda Octavia með TDI® dieselvél og hafði að þessu sinni sér við hlið Runólf Ólafsson formann FÍB. Þar sem þegar var búið að aka 1307 kílómetra á þeim 55 lítrum af eldsneyti sem upphaflega voru settir á tankinn gerðu menn ekki ráð fyrir langri ferð. En annað átti eftir að koma í ljós því það var ekki fyrr en þeir voru búnir að aka 208 kílómetra til viðbótar og komnir aftur hálfa leið til Akureyrar að bíllinn drap á sér í Víðidal í Húnavatnssýslu. Alls tókst því að aka Skodanum 1515 km. vegalengd og reyndist meðaleyðslan í allri ferðinni 3,5 lítrar á hundraðið.

„Það kom okkur Runólfi félaga mínum mjög á óvart hvað bíllinn komst langt á þessu eldsneyti” sagði Stefán Ásgrímsson ökumaður eftir ferðina. Hann sagði að skammt fyrir norðan hefði aksturstölvan í bílnum gefið til kynna að eldsneytið væri á þrotum og því hafi þeir búist við að þá færi ferðinni að ljúka. “En tölvan gerir greinilega ráð fyrir ákveðnum öryggisbirgðum því alltaf hélt bíllinn áfram og það var ekki fyrr en við komum að Víðigerði í Húnavatnssýslu að hann að lokum drap á sér. Satt að segja létti okkur nokkuð því við vorum ekki undir það búnir að fara annan hring,” sagði Stefán Ásgrímsson.