Karfan er tóm.
Á annað hundrað bíla seldust á fyrsta degi útsölu!
04. apríl. 2008
Það hefur mikið gengið á í Bílaþingi HEKLU við Laugaveg og Klettháls frá klukkan sex í gærmorgun þegar Hanagals útsala hófst á notuðum bílum. Auk þess að slá hraustlega af verði bílanna býður Bílaþing upp á fjármögnun að hálfu í erlendri mynt sem hefur verið vandfundin á þessum markaði að undanförnu svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Það hefur mikið gengið á í Bílaþingi HEKLU við Laugaveg og Klettháls frá klukkan sex í gærmorgun þegar Hanagals útsala hófst á notuðum bílum. Auk þess að slá hraustlega af verði bílanna býður Bílaþing upp á fjármögnun að hálfu í erlendri mynt sem hefur verið vandfundin á þessum markaði að undanförnu svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Það hefur mikið gengið á í Bílaþingi HEKLU við Laugaveg og Klettháls frá klukkan sex í gærmorgun þegar Hanagals útsala hófst á notuðum bílum. Auk þess að slá hraustlega af verði bílanna býður Bílaþing upp á fjármögnun að hálfu í erlendri mynt sem hefur verið vandfundin á þessum markaði að undanförnu svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Tugir bíla seldust á strax fyrir klukkan sjö í morgun, að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, markaðsstjóra Heklu. „ Það biðu allmargir við dyrnar þegar við opnuðum klukkan sex í morgun! Við búumst við því að það verði vel á annað hundrað bílar seldir fyrir loks dagsins þrátt fyrir slæmt veður í morgun og ýmsar tafir vegna mótmæla atvinnubílstjóra.“
Á útsölunni í Bílaþingi Heklu er veittur allt að 60% afsláttur og boðið upp á allt að 80% fjármögnun, til helminga í erlendri og innlendri mynt.
Útsalan heldur áfram í dag. Opnunartími Bílaþings: Föstudagurinn 4. apríl frá 9-18. Laugardagurinn 5. apríl frá 9-16.
Útsalan er einnig í gangi hjá umboðsmönnum Heklu um land allt.