Fara í efni

125 bíla Pajeroferð í Þórsmörk! - Myndir komnar inn!!!

Pajeroklúbburinn stóð fyrir 6 skipulögðu Pajeroklúbbsferðinni 25. maí sl. Að þessu sinni var ferðinni heitið í Þórsmörk. Ferðin var opin öllum klúbbfélögum, sem og öðrum eigendum Mitsubishi jeppa. Horki fleiri né færri en 375 manns mættu í ferðina.Pajeroklúbburinn stóð fyrir 6 skipulögðu Pajeroklúbbsferðinni 25. maí sl. Að þessu sinni var ferðinni heitið í Þórsmörk. Ferðin var opin öllum klúbbfélögum, sem og öðrum eigendum Mitsubishi jeppa. Horki fleiri né færri en 375 manns mættu í ferðina.Pajeroklúbburinn stóð fyrir 6 skipulögðu Pajeroklúbbsferðinni 25. maí sl. Að þessu sinni var ferðinni heitið í Þórsmörk. Ferðin var opin öllum klúbbfélögum, sem og öðrum eigendum Mitsubishi jeppa. Horki fleiri né færri en 375 manns mættu í ferðina. Boðið var í morgunverð kl. 8:00 í Hekluhúsinu, Laugavegi 174. Lagt var af stað frá HEKLU kl. 9:00 og
komið við hjá Seljalandsfossi, þar sem boðið var upp á samlokur.

Þegar í Þórsmörk var komið fylgdu leiðsögumenn frá Útivist fólki í skemmtilegar gönguferðir um þetta magnaða svæði. Um kl. 14:30 var boðið upp á grillmat og síðan var heimferð frjáls kl. 16:00.

Á leiðinni var boðið upp á leiðsögn í gegnum útvarp og björgunarsveitarmenn aðstoðuðu við að komast yfir ár.

Meðan á gönguferðunum stóð bauðst áhugasömum að reynsluaka hinum nýja og endurbætta L-200 í krefjandi og skemmtilegu umhverfi í Þórsmörk.

Þessi fjölmennasta ferð í sögu Pajeroklúbbsins tókst í alla staði frábærlega.
Hér finnið þið tæplega 500 myndir úr ferðinni. Ferðasaga kemur inn um eða eftir helgi.


Hægt er að skrá sig í Pajeroklúbbinn hér

Vinsamlegast tilkynnið breytingar á heimilisfangi og netfangi á mae@hekla.is